Egill
Ólafsson
leikari söngvari tónskáld
♫
SÖGUÁGRIP
EGILL ÓLAFSSON
Egill er fjölhæfur, sjálfstætt starfandi, listamaður. Hann hefur unnið á vettvangi tónlistar og leiklistar, jöfnum höndum í nær fimmtíu ár. Egill hefur sem tónskáld samið mikinn fjölda verka, fyrir kóra, af öllum gerðum, stúlknakóra, blandaðakóra, karlakóra, strengjatríó, tréblásaratríó, og tréblásara-kvintetta, lúðrasveitir auk þess sem 600 söngvar með textum eru skráðir hjá Stefi, þar hefur Egill lagt hönd á plóg – ýmisst einn eða í félagi við aðra.
SÖGUÁGRIP
TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR
Egill kynntist konu sinni, Tinnu Gunnlaugsdóttur ungur, rétt liðlega tvítugur. Þá var hún að hefja leiklistarnám í SÁL skólanum og hann og Valgeir að vinna tónlist fyrir sviðsetningu eldri nemenda í skólanum. Neistinn kviknaði á milli þeirra á jólafagnaði skólans, eða réttara sagt í eftirpartýi eftir dansleikinn og þau hafa fylgst að síðan.
Á DÖFINNI
Óútkomin verk
Ný bók og tvöfaldur vínyll með textum og músík eftir eó – nú í haust 2022.
Í Október lok kemur út ný ljóðabók, hjá Bjarti, Sjófuglinn. Eftir Egil. Um er að ræða ljóðabálk um föður Egils; Ólaf Ásmundsson Egilsson – sem var margfaldur í roðinu – og gjarnan nefndur sjófuglinn. Áður hefur Egill gefið út tvítyngda ljóðabók; Kysstu, kysstu steininn en bókin er einnig með þýskum þýðingum eftir C Kostler.
NÝ PLATA VÆNTANLEG
tu duende / el duende
Þessi tvöfalda, hæggenga plata er tileinkuð öllum þeim frábæru listamönnum sem ég kynntist, sem barn, í gegnum Ríkisútvarpið og kenndir eru við latínsk – karíbska músík. Þar á meðal eru: Harry Belafonte, Lee Hayes, Pete Seeger, A.C.Jobim, Luiz Bonfá, Celia Cruz og eru þá aðeins örfáir taldir.