Loading...

Sjófuglinn

Sjófuglinn er ljóðabók (hrökk-prósi) eftir Egil. Bókin er væntanleg í lok október á vegum Bjarts. Í bókinni situr Egill við dánarbeð föður síns og rifjar upp með honum og án hans í löngum ljóðabálki – lífshlaup Ólafs Ásmundssonar Egilssonar, sem kallaði ekki allt ömmu sína – eða hvað?

Með bókinni fylgir orðalisti yfir ýmis orð og hugtök sem karl faðir Egils notaði oftar en ekki.

Skissa af kápu eftir R. Ragnarsdóttur.

Upphafsorð úr löngum bálki eó – um föður sinn sjófuglinn

ég sé það í augum aldraðs föður míns
þegar hann horfir á mig
eins og ögn ásakandi
að lífið var að mestu
vonbrigði

svo kemur pínulítið glimt
þegar hann minnist
án orða
dans við unga konu
í litlu samkomuhúsi
í miðju skógarþykkni
ekki fjarri danska ferjubænum
að Krosseyrum.