Óútkomin verk Egils

Nýr tvöfaldur vínyll, tu duende /el duende, með textum og músík eftir EÓ – kemur út í haust, 2022 – þ.e. til þeirra sem forkeypt hafa plöturnar. *)

Í októberlok 2022, kemur einnig út ný ljóðabók hjá Bjarti, Sjófuglinn, eftir Egil. Um er að ræða ljóðabálk um föður Egils; Ólaf Ásmundsson Egilsson – sem var margfaldur í roðinu – og gjarnan nefndur Sjófuglinn. Áður hefur Egill gefið út tvítyngda ljóðabók; Kysstu, kysstu steininn, en bókin er einnig með þýskum þýðingum á ljóðunum, eftir Claudia Koestler.

*)Á þessari nýju 180g. tvöföldu vínyl-útgáfu hefur Egill fengið til liðs við sig úrval músík fólks, þar á meðal eru; Argimiro Sánchez, Lissy Hernández, Peter Axelsson, Eyþór Gunnars og Einar Scheving – og enn er ekki allt upptalið. Auk þess sér finnski snillingurinn og félagi Egils, Matti Kallio um að stjórna upptökum og hljóðblanda músíkina.

Þessi hópur, ásamt með blásurum og strengjaleikurum og Agli sjálfum, hefur hljóðritað lög á plöturnar tu duende /el duende. Egill kýs að kalla þetta afmælisútgáfu, sem er gefin út í aðeins 350 eintökum (tvær 180g vinyl plötur með digital niðurhalskóða sem geymir jafnframt tvö aukalög, umfram þau sem rúmast á vínylnum.

Plöturnar munu berast, þeim sem hafa forkeypt eintök, í lok n.k. nóvembers – en annars er opinber útgáfudagur 9. Feb. 2023 (á fæðingardegi eó).