Aðildarfélög
FÍH
frá 1976
Félag íslenskra hljómlistarmanna var stofnað 28. febrúar árið 1932.
Frá stofnun félagsins hefur það verið málsvari atvinnuhljómlistarmanna og tónlistarkennara og gætt hagsmuna þeirra. 750 hljómlistarmenn eru nú meðlimir FÍH og hafa aldrei verið fleiri frá stofnun.
STEF
frá 1976
STEF beitir sér fyrir því að varðveita og efla höfundarétt á sviði tónlistar og mótar stefnu á þessu sviði sem félagar í samtökunum eru bundnir af. STEF sér einnig um að innheimta höfundaréttargjöld fyrir flutning tónlistar þar sem hún er flutt opinberlega. STEF úthluta því, sem innheimst hefur, til hlutaðeigandi rétthafa, eftir að kostnaður við starfsemi samtakanna hefur verið dreginn frá.
FÍL
frá 1983
Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum er stéttar – og fagfélag leikara, dansara, söngvara, danshöfunda, leikmynda-og búningahöfunda og listnema í sviðslistum og telur rúmlega 500 félaga.
FTT
frá 1984
Félag tónskálda og textahöfunda, var stofnað sem óformlegur samráðsvettvangur árið 1981 af höfundum hryntónlistar og textagerðar á Íslandi. Félagið starfaði óformlega fyrstu tvö árin, en frá formlegu stofnári 1983 hefur það víða látið til sín taka og eflt samstöðu meðal höfunda. Í FTT eru nú 450 höfundar og er félagið annað tveggja aðildarfélaga STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. Hitt félagið er Tónskáldafélag Íslands, vettvangur þeirra sem starfa á vettvangi klassískrar tónlistar. Egill er heiðursfélagi í FTT frá árinu 2013.
ÍTM
frá 1996
Tónverkamiðstöð er miðstöð sígildrar- og samtímatónlistar á Íslandi. Miðstöðin var stofnuð árið 1968 og hefur hlutverk hennar frá upphafi verið að skrá og kynna íslensk tónverk, gera þau aðgengileg til flutnings og styðja starf íslenskra tónskálda bæði innanlands og erlendis.
viðurkenningar
RÚV
Tifa Tifa
Besta hljómplata 1991
